
Aðgengisstillingar
Skoðaðu og breyttu stillingum tækisins úr stillingavalmyndinni. Stillingavalmyndin er
aðgengileg frá bæði forritaskjánum og flýtistillingunum.
Stillingavalmynd tækisins opnuð frá forritaskjánum
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Pikkaðu á
Stillingar.
Flýtistillingaskjárinn opnaður
•
Dragðu stöðustikuna niður með tveimur fingrum.
Stillingar valdar til birtingar á flýtistillingaskjánum
1
Dragðu stöðustikuna niður með tveimur fingrum og pikkaðu svo á
Breyta.
2
Veldu flýtistillinguna sem þú vilt birta.
Flýtistillingaskjárinn endurskipulagður
1
Dragðu stöðustikuna niður með tveimur fingrum og pikkaðu svo á
Breyta.
2
Snertu og haltu inni við hliðina á flýtistillingu og færðu það svo þangað sem þú
vilt.