Almennar myndavélarstillingar
Yfirlit yfir tökustillingar
Öflugri sjálfvirkni
Hagræddu stillingunum þínum eftir umhverfi.
Handvirkt
Breyttu stillingum myndavélarinnar handvirkt.
AR áhrif
Taktu myndir með viðbættu umhverfi og persónum.
Skapandi áhrif
Bættu áhrifum við myndir eða myndskeið.
Timeshift burst
Finndu bestu myndina í röð mynda.
Social live
Sendu myndskeið út beint á Facebook™.
Víðmynd
Notaðu þessa stillingu til að taka gleiðhyrndar víðmyndir. Ýttu bara á myndavélartakkann og færðu
myndavélina stöðugt frá einni hlið yfir í aðra.
Breyta andlitsmynd
Taktu myndir með rauntímastílhrifum.
Ofursjálfvirkni
Ofursjálfvirkni greinir við hvaða aðstæður þú ert að taka mynd og aðlagar stillingar
sjálfkrafa í samræmi við það til að tryggja að þú náir sem bestri mynd.
Handvirk stilling
Notaðu handvirka stillingu þegar þú vilt stilla myndavélina handvirkt.
76
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
AR áhrif
Þú getur sett AR (aukinn raunveruleika) áhrif á myndirnar þínar til að gera þær
skemmtilegri. Þessi stilling gerir þér kleift að fella 3D umhverfi inn í myndirnar þínar þegar
þú tekur þær. Veldu aðeins umhverfið sem þú vilt stilla stöðu þess í myndglugganum.
Skapandi áhrif
Þú getur notað mismunandi áhrif á myndirnar þínar eða myndskeið. Þú getur t.d. bætt
Fortíðaráhrifum við til að láta myndir virðast eldri eða Skissuáhrifum til að fá skemmtilegri
mynd.
Timeshift burst
Myndavélin tekur 31 myndar myndaröð á tveimur sekúndum – einni sekúndu fyrir og eftir
að ýtt er á myndavélartakkann. Þú getur því fundið hina fullkomnu mynd.
Timeshift burst notuð
1
Kveiktu á myndavélinni.
2
Pikkaðu á , veldu síðan .
3
Ýttu myndavélartakkanum alveg niður og slepptu honum síðan til að taka myndir.
Myndirnar sem eru teknar birtast á smámyndaskjánum.
4
Flettu í gegnum smámyndirnar og veldu myndina sem þú vilt vista, pikkaður síðan
á .
Social live
Social live er myndavél sem tekur myndir af stillingum sem leyfa þér að senda myndskeið
beint á Facebook™ síðuna þína. Þú þarft að hafa virka internettengingu og skráð(ur) inn á
Facebook™. Myndskeið geta verið allt að 10 mínútna löng.
Til að dreifa myndskeiði með Social live
1
Kveiktu á myndavélinni.
2
Pikkaðu á , veldu síðan .
3
Skráðu þig inn á Facebook™ reikning.
4
Pikkaðu á til að hefja dreifingu.
5
Til að taka mynd meðan á dreifingu stendur pikkarðu á .
6
Til að hætta dreifingu pikkarðu á .
Andlitsmyndir lagaðar
Notaðu þennan eiginleika til að laga andlitsmyndir jafnóðum til að tryggja sem besta
útkomu.
Hvernig andlitsmyndir eru lagaðar
1
Kveiktu á myndavélinni.
2
Pikkaðu á og svo á .
3
Pikkaðu á og veldu stílinn sem þú vilt nota í myndinni.
4
Pikkaðu á andlit fyrirsætunnar á myndavélaskjánum til að eyða stílnum sem
notaður var.
5
Snertu og haltu inni myndavélarskjánum til að bera stílinn saman við upphaflegu
myndina.
6
Ýttu myndavélartakkanum alla leið niður og slepptu svo til að taka mynd.
Flýtiræsing
Notaðu flýtiræsingarstillingar til að ræsa myndavélina þegar skjárinn er læstur.
Einungis ræsa
Þegar kveikt er á þessari stillingu getur þú ræst myndavélina þegar skjárinn er læstur með því að ýta á
myndavélarhnappinn og halda honum inni.
Ræsa og smella af
77
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Þegar kveikt er á þessari stillingu getur þú ræst myndavélina og tekið mynd sjálfkrafa þegar skjárinn er læstur
með því að ýta á myndavélarhnappinn og halda honum inni.
Ræsa og taka upp myndskeið
Þegar kveikt er á þessari stillingu getur þú ræst myndavélina og farið að taka upp myndskeið þegar skjárinn er
læstur með því að ýta á myndavélarhnappinn og halda honum inni.
Slökkt
Hnitamerking
Merktu myndir með upplýsingum um hvar þær voru teknar.
Snertimyndataka
Finndu fókussvæði og snertu svo myndavélarskjáinn með fingrinum. Myndin er tekin um
leið og þú tekur fingurinn af.
Lokarahljóð
Þú getur valið hvort þú hefur kveikt eða slökkt á lokarahljóðinu.
Gagnageymsla
Þú getur valið að vista gögnin þín annað hvort á færanlegt SD-kort eða yfir í innri geymslu
tækisins.
Innri geymsla
Myndir eða myndskeið eru vistuð á minni tækisins.
SD-kort
Myndir eða myndskeið eru vistuð á SD-kort.
Hvítjöfnun
Stillir litajafnvægið í samræmi við birtuskilyrðin. Táknið fyrir hvítjöfnunarstillinguna er
tiltækt á myndavélarskjánum.
Sjálfvirk
Stillir litajafnvægið sjálfkrafa til að passa við birtuskilyrðin.
Ljósapera
Stillir litajafnvægi fyrir hlýja birtu, eins og í lýsingu frá ljósaperum.
Flúrljós
Stillir litajafnvægið að flúrlýsingu.
Dagsbirta
Stillir litajafnvægið fyrir sólskin utandyra.
Skýjað
Stillir litajafnvægið að skýjuðu veðri.
Þessi stilling er einungis í boði í tökustillingunni
Handvirkt .