Leikir spilaðir í sjónvarpi með þráðlausri DUALSHOCK™
fjarstýringu
Hægt er að spila PlayStation® farsímaleiki sem vistaðir eru í tækinu í sjónvarpi og stjórna
þeim með þráðlausri DUALSHOCK™3 fjarstýringu. Fyrst þarftu að koma á þráðlausri
tengingu á milli þráðlausu DUALSHOCK™3 fjarstýringarinnar og tækisins og svo geturðu
tengt tækið við sjónvarpið með snúru.
96
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Þú þarft USB On-The-Go millistykki til að geta komið á tengingu á milli tækisins og
þráðlausrar DUALSHOCK™ fjarstýringar.
Tenging við þráðlausa DUALSHOCK™3 fjarstýringu sett upp
1
Gættu þess að kveikt sé á Bluetooth® í tækinu.
2
Tengdu USB On-The-Go (OTG) millistykki við tækið.
3
Tengdu þráðlausu DUALSHOCK™3 fjarstýringuna við OTG-millistykkið með USB-
snúru
4
Þegar
Fjarstýring tengd (með snúru) birtist á stöðustikunni efst á skjá tækisins
tekurðu USB-snúruna úr sambandi.
5
Þegar
Fjarstýring tengd(þráðlaust) birtist á stöðustikunni er þráðlaus tenging
komin á.